Einkasýning

Svo grænt!

Gallery Stokkur, Stokkseyri • 2021

„Ég hófst handa í mikilli gleði þegar ég byrjaði að rækta á Skyggnissteini. Gerði allt sem mér datt í hug. Prófaði mig áfram, horfði, gerði tilraunir, lærði. Blandaði saman og reyndi að finna út áhrifin sem það hafði. Fylgdist með hvernig náttúran hagar sér. Nýtti allt sem einhver möguleiki var á. Gamalt dót var endurnýjað eða fékk nýtt hlutverk. Reyndi að skynja tenginguna milli alls. Þetta var mín sköpun.“

Á þessari innsetningu er Skyggnissteinn og umhverfið þar viðfangsefnið. Nálgunin er líka sú sama: Gera tilraunir, leika sér, tengja saman, nýta allt. Hafa gaman.

Dagný og Inga Jónsdóttir settu sýninguna upp.

Arnhildur Lilý Karlsdóttir samdi örsögur um lífið á Skyggnissteini. Brot úr þeim eru notuð í innsetningunni. Sögurnar í heild sinni eru í kverinu Vist.