Dagný Guðmundsdóttir
Dagný Guðmundsdóttir
· forsíða · sýningar · ferilskrá · umfjöllun · myndasafn · verk til sölu · blogg

Dómur um Maður með mönnum II
(Morgunblaðið, 11. ágúst 2007)
MYNDLIST - START ART
Karnivalísk ofgnótt
Maður með mönnum II, Dagný Guðmundsdóttir"... þær búa m.a. yfir myndrænum eiginleikum sem skírskota til karlmannsímyndar klassískrar fornaldar – en þær lýsa jafnframt karllægum heimi þar sem konan er utanveltu."

VEGGIR sýningarsalarins á efri hæð Start Art listamannahússins eru nú nánast þaktir ljósmyndum af holdi. Þar sýnir Dagný Guðmundsdóttir undir yfirskriftinni "Maður með mönnum II" nærmyndir af líkömum fáklæddra karlmanna í ýmsum fangbrögðum. Þar sést t.d. olnbogi þrýstast upp að loðinni bringu og vöðvaþaninn, æðaþrútinn handleggur krækja í annan útlim. Stundum er ekki gott að segja hvaða líkamshlutar eru á ferðinni. Í myndunum eru erótískir undirtónar sem gætu höfðað til kvenna – þær búa m.a. yfir myndrænum eiginleikum sem skírskota til karlmannsímyndar klassískrar fornaldar – en þær lýsa jafnframt karllægum heimi þar sem konan er utanveltu. Karlleg fyrirferðin endurspeglast í sjónrænni ofgnótt mynda, sem vissulega mega skiljast sem skopstæling ýktrar "karlmennsku", en sýningin þarfnast þó tilbreytingar – og meiri skerpu – í úrvinnslu eða uppsetningu.

Anna Jóa


Dagný Guðmundsdóttir - dagny@dagny.is - Barmahlíð 22, 105 Reykjavík. Sími 847 0946