Samsýning

Magn er gæði

Nýlistasafnið, Reykjavík • 2006

Samsýning á vegum Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, Nýlistasafninu 17. júní - 18. júlí 2006. Fjörutíu og átta félagar sýndu verk, öll gerð úr postulíni.

"Efnistök og fagurfræðileg nálgun gildir einu, vegna þess að tilraunin sem slík leysir upp hlutverk efnisins og réttlætir gildi sýningarinnar. Gildið felst í magninu en ekki gæðum verkanna, en ef hægt er að tala um gæði þá er það mismunandi tilraunir með hlutverk efnisins en ekki fáguð efnisnotkun. Á einhvern hátt sjáum við afrakstur á því stigi, þegar tilraun mun leiða að öðrum verkum í ófyrirséðu samhengi. "

- Af vefsíðu Nýlistasafnsins.