Hjólið - fallvelti heimsins
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík • 2020
Eitthvað að bíta í er hraukabeð (hugelkultur) með kryddjurtum og ætum blómum fyrir gesti og gangandi að nýta fyrir næstu máltíð. Við gerð hrauksins var tekin gröf og í hana settir trjábolir, greinar, torf, molta og mold.
Þegar massinn byrjar að rotna myndast hiti og það losna næringarefni fyrir plöntur. Hraukurinn heldur í sér raka og rúmar margar plöntur sem vilja lifa við mismunandi aðstæður.
Hraukurinn er á opnu svæði til að fólk geti notið afurðanna. Hann vekur athygli á matvælaframleiðslu sem næst neytandanum, bæði við íbúðir og i almannarýmum. Þegar kominn er góður vöxtur í plönturnar er þér velkomið að tína upp í þig eða fá þér fyrir næstu máltíð. Verði þér að góðu.
2019 Gerði Listasafn Reykjavíkur samning við Dagnýju til fjögurra ára um að halda við verkinu Eitthvað að bíta í við.
Úr sýningarskrá Hjólið 2018 - 2022
Sýningarstjórinn H.K.Randversson skrifar um Eitthvað að bíta í:
“Í endurliti um sýninguna er tilvalið að hefja ferðalagið um verki Dagnýjar Guðmundsdóttur, Eitthvað til að bíta í, skúlptúr í formi hraukabeðs með kryddjurtum og ætum blómum, sem staðsettur er á grænu svæði við verslunarkjarnann Miðbæ við Háaleitisbraut. Verkið er lifandi og listakonan heldur því við svo að íbúar hverfinsins og þeir sem eiga leið um það geta nýtt sér afurðir beðsins í næstu máltíð. Staðsetning verksins bakvið hverfiskjörbúðina vekur athygli á því að til eru aðrir og sjálfbærari valkostir en þeir sem hið kapítalíska kerfi hefur upp á að bjóða. Verkið er hluti af deilihagkerfi þar sem ábyrgðin er um leið sett á þátttakandann sem þarf að gæta þess að taka ekki of mikið fyrir sjálfan sig og skilja nóg eftir fyrir næsta gest.”
2 neðanmál: “Það er ljóst að verk Dagnýjar hefur skotið föstum rótum í hverfinu, því eftir lok sýningarinnar gerði Listasafn Reykjavíkur samning við listakonuna um að hún sinnti beðinu og héldi því við til ársins 2022” (bls. 20)