Undir Berum Himni
Skólavörðuholt / Þingholt, Reykjavík • 2013
Jurtasveipur
Það er eftirsóknarvert að framleiða matinn sem við neytum sem næst okkur. Það þýðir minni flutninga langar leiðir, minni orkusóun og mengun. Það er hafin ræktun á berjum og ávöxtum í okkar sameiginlega borgarlandi og það er vel. Það væri skemmtilegt að nota garðana líka til að rækta grænmeti og krydd en þá verður að gera það þannig að það sé líka fallegt á veturna. Okkar framlag er jurtasveipur á torgið. Þar geta gestir og gangandi fengið sér af kryddjurtunum og grænmetinu. Jurtasveipur er fallegur og gefandi. Formið og steinarnir halda í sér hita og raka, rýmið nýtist vel og hentar fjölbreyttum jurtum sem þrífast við ólíkar aðstæður.
Verkið var samvinnuverkefni Dagnýjar og Sigurðar Jónssonar.